Rúlluflokkari

Rúlluflokkarinn er ætlaður til flokkunar á heilum, slægðum eða hausuðum fiski. Hann er byggður á færibandi og flokkunareiningarnar samanstanda af gálgum, raftjökkum og keflum. Keflin hanga neðan í stillanlegum gálgum og ræður hæð á keflunum hve stór fiskur flokkast í hvert hólf. Hægt er að stjórna bæði hraða færibandareimar sem og hæð og hraða keflanna.

Rúlluflokkarinn er stýrður með tölvustýringu og forritaður fyrir mismunandi tegundir.


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.