Sjálfvirkt lestarkerfi

Kerun fer fram á vinnsluþilfari og eru full ker send niður í lest þar sem þeim er safnað saman í stæðum í sjálfvirku magasíni. Magasínið rúmar allan afla úr einu hali.

Úr magasíni eru stæður fluttar þegar að viðkomandi vinnslulotu lýkur. Á lyfturnum, í brautum eða með þeim flutningsaðferðum sem fyrir eru notaðar í skipinu. Kerfið sendir á sjálfvirkan hátt tóm ker upp á vinnsluþilfar úr tómkeramagasíni.

Stærð og umfang lestarkerfa er breytilegt allt eftir óskum kaupenda.


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.