Fréttir

Slippurinn Akureyri hannar lestarkerfi í nýtt skip Vinnslustöðvarinnar

Á sjávarútvegssýningunni í Barcelona í síðustu viku var undirritaður samningur um hönnun Slippsins Akureyri á sjálfvirku flutningskerfi í lest nýs togskips Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Skipið verður hannað af verkfræðistofunni Skipasýn og verður það 29 metra langt.

Árangursrík sýning í Barcelona

„Sýningin tókst frábærlega. Það var stríður straumur gesta í básinn til okkar alla sýningardagana og mikill áhugi á okkar þjónustu og tæknilausnum," segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippsins Akureyri, um þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni. Sýningin stóð í þrjá daga og lauk nú síðdegis.

Ertu á leiðinni til Barcelona á sjávarútvegssýningu dagana 23. til 25. apríl?

Við erum á Seafood Processing Global Barcelona 2024.