Sæljón

Sæljón er blæðingar- og þvottalausn frá Slippnum Akureyri sem tryggir jafna meðferð á afla. Sæljónið er hólfaskipt ker sem inniheldur enga færibandareim sem minnkar þrifa- og slitfleti verulega. Það er hollt að innan þannig að ekki safnast fyrir óhreinindi á milli efri og neðri hæðar eins og þekkist í hólfaskiptum færiböndum, sem víða eru notuð.

Byggingarlag og staðsetning sjóstúta tryggja að ekki er samgangur blóðvatns á milli inn- og útenda Sæljónsins, þannig er fiskurinn einungis umleikinn hreinum sjó í lok blæðingar- og þvottaferils. Sæljónið er með þrýstiloftskerfi sem skýtur inn lofti í öll spyrnubil efri hluta og örvar þannig blóðtæmingu. Belgur Sæljónsins getur verið sjálfþrífandi séu notuð spjöld með burstum og eru mótor, gír og aðrir hlutar drifrásar ryðfríir.


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.