Slægingaraðstaða

Slippurinn býður upp á lausnir fyrir aðgerðaraðstöðu bæði í landi og í skipum.

Hringkeyrsla fisks á bandi sem er hentugt þegar verið er að stærðar- eða tegundarflokka afla.

Felliborð með þægilegu aðgengi sem auðvelt er að þrífa og hægt að velja um mismunandi leiðir fyrir slor, lifur, gotu og svil. Möguleiki að tengja aðgerðarstöðu við flokkara.


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.