Innmötunarkör

DNG býður upp á ýmsar útfærslur af innmötunarkörum, bæði fyrir landvinnslur og um borð í skip.

Sem dæmi býður DNG upp á innmötunarkar með áfastri vog fyrir innvigtun, innmötunarkar með ísbandi og innmötunarkar sem tengt er við sjálfvirkt karakerfi.

Auðvelt er að koma innmötunarkörum frá DNG fyrir í núverandi vinnslu fyrirkomulagi.

Innmötunarkör DNG fyrir landvinnslur eru hönnuð með lofttjakki til að hægt sé að lyfta öllu færibandinu upp úr karinu. Þannig er búið að auðvelda öll þrif til muna.

 


UPPSETNING:
Okkar teymi mun annast uppsetningu á tækinu og gefa leiðbeiningar um notkun til að tryggja bestu mögulega virkni.

AUÐVELD ÞRIF:
Þetta tæki er hannað með það að leiðarljósi að þrif séu eins auðveld og þægileg eins og mögulegt er.

BESTU GÆÐI:
Allt efni og íhlutir er gerðir úr bestu mögulegum gæðum. Allar suðusamsetningar og stálhlutir eru sléttir og viðloðunarfríir.

 

DNG by Slippurinn hefur mikla reynslu í hönnun og uppsetningu framleiðslulína og að aðlaga lausnir búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Við bjóðum upp á hönnun og teikningar fyrir nútímalegar verksmiðjur þar sem hagkvæmni og nýting eru í hávegum höfð. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að sérsniðnum lausnum.