Nýr starfsmaður DNG Færavinda

DNG Færvindur hafa ráðið Pétur Veigar Karlsson sem sölufulltrúa. Pétur er fæddur á Akureyri 1992.

“Ég fékk ungur áhuga á sjónum og skipum. Pabbi vann í Nótastöðinni Odda þegar ég var lítill. Ég kíkti reglulega í heimsókn í vinnuna til pabba og fylgdist með honum í netavinnu af ýmsu tagi . Mér fannst alltaf spennandi að fylgjast með og hafði mikinn áhuga á hvaða skip áttu hvaða veiðarfæri og hvað þeir væru að veiða. Þannig má segja að tengingin við sjóinn hafi loðað við mig frá blautu barnsbeini!".

Langur starfsferill hjá Slippnum Akureyri, þótt ungur sé!

Pétur byrjaði að vinna í Slippnum Akureyri, átján ára gamall, sumarið 2010 og vann það sumar sem lagerstarfsmaður. “Árin eftir vann ég verkamannavinnu hjá Slippnum og svo áfram í nokkur sumur með skólanum. Ég kláraði stúdentspróf frá VMA veturinn 2013 og ákvað að kanna miðin á öðrum starfsvettvangi en rataði síðan aftur í Slippinn“. Pétur lauk svo námi við sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri 2018. Pétur kom aftur til starfa í Slippinn eftir útskrift 2021 og vann nú síðast sem Innkaupa- og lagerstjóri. „Þegar mér bauðst spennandi starf hjá DNG sem sölufulltrúi sá ég strax frábært tækifæri fyrir mig til að kynnast öðrum hluta sjávarútvegsins enn betur og hlakka ég mikið til takast á við ný og spennandi verkefni.”

Við bjóðum Pétur velkominn á nýjan vettvang!