Heildarlausn fyrir stóra ferskfisktogara
Öflug og skilvirk lausn
Slippurinn Akureyri hannar og smíðar bæði stórar og smáar heildarlausnir fyrir skip og báta sem sækja ferskfisk. Gæði afla, hátt rekstraröryggi og afköst á vinnsluþilfari eru í fyrirrúmi í heildarlausnum frá Slippnum.
Útfærsla aðgerðaraðstöðu hefur verið unnin með útgerðum og skipverjum með það að markmiði að lágmarka alla handavinnu. Meðaflalausnir eru sérsniðnar að hverri heildarlausn fyrir sig.
Tryggt er að fiskur fái góða og skilvirka blæðingu og góðan þvott. Viðhöfð er svokölluð FIFO aðferð (first in – first out) en það tryggir að allur fiskur fær sömu meðhöndlun.
Eftir þvott er fiskur ýmist kældur niður uppi á vinnsluþilfari eða í lest og hægt að velja um mismunandi leiðir til þess.
Hægt er að kera fisk uppi á vinnsluþilfari en sjá nánar um það í „lestarkerfum“.
Notendaviðmót er í stjórnskjáum þar sem hægt er að keyra alla vinnsluna, ýmist eftir hentugleika eða eftir fyrirfram forrituðum keyrsluformum. Góð forritun búnaðar er svo forsenda þess að ekki myndist árekstrar á milli notenda um borð í skipinu.
Útfærsla aðgerðaraðstöðu hefur verið unnin með útgerðum og skipverjum með það að markmiði að lágmarka alla handavinnu. Meðaflalausnir eru sérsniðnar að hverri heildarlausn fyrir sig.
Tryggt er að fiskur fái góða og skilvirka blæðingu og góðan þvott. Viðhöfð er svokölluð FIFO aðferð (first in – first out) en það tryggir að allur fiskur fær sömu meðhöndlun.
Eftir þvott er fiskur ýmist kældur niður uppi á vinnsluþilfari eða í lest og hægt að velja um mismunandi leiðir til þess.
Hægt er að kera fisk uppi á vinnsluþilfari en sjá nánar um það í „lestarkerfum“.
Notendaviðmót er í stjórnskjáum þar sem hægt er að keyra alla vinnsluna, ýmist eftir hentugleika eða eftir fyrirfram forrituðum keyrsluformum. Góð forritun búnaðar er svo forsenda þess að ekki myndist árekstrar á milli notenda um borð í skipinu.
Lykilatriði
- Móttaka
- Rotari
- Aðgerðaðstaða
- Meðaflalausnir
- Blæðing og þvottur
- Kæling
- Lestarkerfi
- Forritun
Hafa samband
