Heildarlausnir fyrir minni skip og togbáta

Góð afköst og hráefnismeðferð  

Vinnsludekk fyrir minni skip og togbáta þurfa að vera öflug og skilvirk.  Slippurinn Akureyri hefur lagt áherslu á að rúmtak fisks á vinnusludekkinu sé nokkuð mikið svo hægt sé að halda uppi háum aðgerðarhraða, áður en ganga þarf frá fiski í lest. Það er vissulega ekki hægt nema að vinnsluferlar séu vandaðir, sér í lagi blóðgun og kæling.

Áhöfn keyrir vinnsluna á stjórnskjáum með þægilegu notendaviðmóti þar sem hægt er að keyra alla notendur, ýmist eftir hentugleika eða eftir fyrirfram forrituðum ferlum.

Góð forritun búnaðar er ein forsenda þess að ekki myndist árekstrar á milli notenda um borð í skipinu og skilvirkni og afköst séu eins og best verður á kosið.  

Lykilatriði

  • Móttaka
  • Rotari
  • Aðgerðaraðstaða
  • Meðaflalausnir
  • Blæðing og þvottur
  • Kæling
  • Lestarkerfi
  • Forritun

Hafa samband