Heildarlausn fyrir stóra ferskfisktogarar

Öflug og skilvirk lausn

Slippurinn Akureyri hefur hannað og smíðað margar heildarlausnir fyrir stóra ferskfisktogara. Þessar lausnir innihalda allt sem þarf til verksins og hugað er að öllu sem þarf til að hámarka gæði afla.

Verkefnin eru unnin upp úr þarfagreiningum sem unnar eru með útgerðum skipanna, svo vinnslurnar samræmist á sem bestan hátt þeim verkefnum sem skipunum er ætlað.

Oft er kerfunum stjórnað með þægilegu notendaviðmóti þar sem fyrirfram forritaðir ferlar eru nýttir. Með því móti verða skipanir áhafnar einfaldar og hægt er að halda uppi háum afköstum og góðu flæði.

Slippurinn vinnur náið með matvælaframleiðendum og stundar rannsóknir á vinnsluferlum um borð í skipum í samstarfi við útgerðir, stofnanir og háskóla með það að markmiði að hámarka gæði afla í gegnum vinnsluferlið.

Lykilatriði

  • Móttaka
  • Rotari
  • Aðgerðaðstaða
  • Meðaflalausnir 
  • Blæðing og þvottur
  • Kæling 
  • Lestarkerfi 
  • Forritun

Hafa samband