Sæljón

Blæðingar- og þvottalausn

Sæljón er blæðingar- og þvottalausn frá Slippnum Akureyri sem tryggir jafna meðferð á afla. Sæljónið er hólfaskipt ker sem inniheldur enga færibandareim sem minnkar þrifa- og slitfleti verulega. Það er hollt að innan þannig að ekki safnast fyrir óhreinindi á milli efri og neðri hæðar eins og þekkist í hólfaskiptum færiböndum, sem víða eru notuð.

Byggingarlag og staðsetning sjóstúta tryggja að ekki er samgangur blóðvatns á milli inn- og útenda Sæljónsins, þannig er fiskurinn einungis umleikinn hreinum sjó í lok blæðingar- og þvottaferils. Sæljónið er með þrýstiloftskerfi sem skýtur inn lofti í öll spyrnubil efri hluta og örvar þannig blóðtæmingu. Belgur Sæljónsins getur verið sjálfþrífandi séu notuð spjöld með burstum og eru mótor, gír og aðrir hlutar drifrásar ryðfríir.

Lykilatriði

  • Tryggir jafna meðferð afla
  • Þrifa- og slitfletir lágmarkaðir
  • Þrýstiloftakerfi sem örvar blæðingu
  • Belgur þrifinn með sjálfþrífandi spjaldi
  • Ryðfrír mótor og gír

Hafa samband