Rúlluflokkari

Skilvirk flokkun

Rúlluflokkarinn er ætlaður til flokkunar á heilum, slægðum eða hausuðum fiski.  Hann er byggður á færibandi og flokkunareiningarnar samanstanda af gálgum, raftjökkum og keflum. Keflin hanga neðan í stillanlegum gálgum og ræður hæð á keflunum hve stór fiskur flokkast í hvert hólf. Hægt er að stjórna bæði hraða færibandareimar sem og hæð og hraða keflanna.

Rúlluflokkarinn er stýrður með tölvustýringu og forritaður fyrir mismunandi tegundir.

Lykilatriði

  • Skilvirk flokkun
  • Auðvelt að þrífa
  • Tölvustýrður
  • Sérsmíðaðar eða staðlaðar lausnir

Hafa samband