Lyftuker

Hentug undir meðafla

 • Lyftuker eru til bæði keðjudrifin með hreyfanlegri botnplötu og sem reimalyftur.
 • Hentug undir meðafla.
 • Algeng í kringum hausara eða aðgerð.
 • Tæming og fylling getur verið forrituð og stillanlegt notendaviðmót í boði.
 • Hægt að nota sem kæliker fyrir heila skammta í ker.

Færibandaker

Mikið rúmtak

 • Færibandaker þykja hentug í frystiskipum þar sem þau eru hafa mikið rúmtak.
 • Reimin uppúr kerinu er tvískipt (hlið við hlið) sem eykur rekstraröryggi þeirra til muna.
 • Algengt er hjá Slippnum að bjóða uppá flokkunarmöguleika með færiböndum ofan á kerunum. Ýmist sjálfvirka eða forstillta.
 • Til með hringrásardælingu til þvottar eða kælingar.

Reimalyftuker

Einföld og auðveld í þrifum

 • Samanstendur af gírmótor, tromlu, færibandareim og riðfríum belg. Slitfletir eru því fáir og viðhaldsþörf í lágmarki.
 • Hæð, breidd og dýpt getur verið mismunandi.
 • Einfaldur eða tvöfaldur belgur sem er auðveldur í þrifum.
 • Hægt að stýra með rofaboxi eða með nær sjálfvirku skjáviðmóti sem skammtar fisk uppúr, eftir óskum notenda.
 • Reimalyftur henta undir meðafla eða sem safnker fyrir blæðingu, þvott og kælingu.

Lykilatriði

 • Margvíslegar lausnir í boði
 • Auðveldar í þrifum
 • Hentug undir meðafla eða til kælingar á fiski
 • Með eða án hringrásardælu
 • Stjórnað með rofaboxi eða stillanlegu viðmóti á stjórnskjá

Hafa samband