Fiskilyfta
Fiskilyftan flytur fisk á milli þilfara með algerri lágmörkun á fallhæð. Lyfturnar eru mjög góður kostur á milli vinnsluþilfars og lestar en fiskur er fluttur í lokuðu hólfaskiptu mjúkspyrnufæribandi á lágum hraða niður riðfríttskáplan. Í stað falls á fiski er hann því fluttur niður við stýrðar aðstæður og á um 40 cm eftir af flutningi þegar honum er sleppt niður á lestarband.
Smíðaðar hafa verið fiskilyftur í Slippnum Akureyri sem lágmarka fall úr 1,5 til 4 metra lóðréttum flutningi á milli þilfara.
Sé lyftan smíðuð í lúgukarm er karmurinn frágenginn og eins og aðrir lúgukarmar og stenst allar kröfur flokkunarfélaga m.t.t hæðar, vatnsþéttni og svo framvegis. Auðvelt er að hífa lyftuna uppúr karmi til þrifa og viðhalds.
Stærð lyftu er sérsniðin að þörfum viðskiptavinar fyrir stóran sem smáan fisk.
Lykilatriði
- Minnkar fall á fiski
- Sérsmíðaðar eða staðlaðar lausnir
- Smíðuð úr ryðfríu stáli
- Auðvelt að þrífa
- Flytur allar gerðir fisks
- Tekur lítið pláss af gólffleti
Hafa samband
