Færibönd

Sterkbyggð og auðveld í þrifum

Slippurinn Akureyri framleiðir færibönd fyrir matvælaiðnað sem mætir ströngustu kröfum þegar kemur að álagi og þrifum. Útlit og eiginleika má aðlaga að nánast hverju sem er.

 • Slippurinn notar Tivar plast í alla slitfleti. Tivar er sérhæft PE plast frá Mitsubichi sem hefur lágan viðnámsstuðul og framúrskarandi slitþol.
 • Ryðfríir rafmótorar eða vökvadrif
 • Plast- eða stálreimar

Slippurinn notast við hollenska ABI mótora sem eru hannaðir fyrir mest krefjandi aðstæður sem upp koma í matvælavinnslu. Þéttleikastaðall þeirra er IP69K sem þýðir að þeir þola háþrýstiþvott upp að 100 bar þrýstingi, 80°C hita og á þá má sprauta úr öllum áttum.

Lykilatriði

 • Auðvelt að þrífa
 • Stál eða plast skjólborð
 • Plast eða stálreimar
 • Margar lausnir í boði

  • Beygjubönd
  • Bein bönd
  • Stigabönd
  • Teygjubönd (telescope)
  • Veltibönd
  • Vippubönd
  • Stýribönd

Hafa samband