Vettlingaþurrkari

Einföld lausn

Vettlingaþurrkari samandstendur af rafmagnshitablásara og ryðfríum stútum sem eru mismargir eftir stærð þurrkarans. Blásarinn blæs heitu lofti í gegnum stútanna og hægt er að stilla stilla hita blástursins.

Vinnupallur

Fyrir skip og landvinnslur

Vinnupallur er lagervara sem er hækkaður og lækkaður með fótstignum vökvatjakk. Pallurinn sjálfur er á löm og hægt að láta hann standa uppá röð, til þrifa.  

Mjög vinsæl lausn í aðgerð, við vélar og ýmsar aðrar starfsstöðvar.  

Sporðskeri 

Eykur afköst

Sporðskeri er raf- eða glussadrifinn hnífur ætlaður til að sporðskera grálúðu. Hann er felldur inn í skjólborð færibands, helst strax eftir hausara. Með því að notfæra sér sporðskurðarhníf og staðsetja hann strax eftir hausara má auka afköst og bæta vinnuaðstöðu við sporðskurð til muna.  

Önnur sérsmíði

  • Aðrir vinnupallar
  • Rennur
  • Þvottagreiður
  • Hreinsilúgur
  • Handrið
  • Mannop

Hafa samband