Migas skurðarvél

Eykur verðmæti aukaafurða

Migas skurðarvél er notuð til að skera aukaafurðir svo sem þunnildi og afskurð sem til fellur við flakavinnslu. Afurðum er raðað á færiband vélarinnar sem fara þaðan í 32 unimecro hnífa og er bil á milli hnífanna 15 mm. Skurðarvélin er með ryðfríum rafmagnsmótor og er 200 cm að lengd og 120 cm að breidd. Hraðstrekking er á rem sem auðveldar þrif og er hægt að fá hana með auka öxli með hnífum sem auðveldar viðhald og styttir stopptíma vélarinnar.


Skurðarvélin er með bæði öryggis- og neyðarstoppi og er með CE vottun auk þess að vera samþykkt af vinnueftirlitinu.

Lykilatriði

  • Auðvelt að þrífa
  • Ryðfrír mótor
  • Snúningshraði 1400 – 1640 rpm
  • 200 mm hringhnífar, 32 stk
  • Þyngd 275 kg
  • Breidd reimar 600 mm
  • Öryggis og neyðarstopp
  • CE vottun

Hafa samband