Verkefnastjórnun og ráðgjöf

Verkefnastjórar og hönnuðir Slippsins eru ein af grunnstoðum starfseminnar ásamt því að vera leiðandi í verkefnaöflun og þróun.

Verkefnastjórarnir eru allir með mikla menntun og reynslu í tengslum við vél- og málmtækni. Verkefnastjórarnir hafa sérhæft sig í vélbúnaði skipa, fiskvinnslubúnaði, efnistækni auk almennra verkefna í málmiðnaði. Með þessari þekkingu getur Slippurinn boðið viðskiptavinum sínum upp á mikla sérþekkingu. Verkefnastjórar og hönnuðir vinna náið með öðrum fagmönnum fyrirtækisins, sem tryggir að þeirra lausnir séu raunhæfar og framkvæmanlegar.

Tilboðsgerð

Verkefnastjórar Slippsins hafa áratuga reynslu í gerð kostnaðaráætlana. Hafðu samband og fáðu verð í þitt verkefni.

 

Stjórnun mannauðar

Mannauðurinn er höfuðeign Slippsins og tryggja þarf að hann starfi vel. Það er gert með því að varðveita og þróa hæfileika starfsfólks, hollustu þess og góðan starfsanda.

 

Tímastjórun

Verkefnastjórar Slippsins setja áætlaðan verktíma fyrir hvert verkefni og reyna eftir mesta móti að standa við setta dagsetningu varðandi verklok.