Slippurinn Akureyri

Fyrirtækið Slippurinn Akureyri ehf. var stofnað árið 2005 þegar núverandi eigendur tóku við af fyrra félagi þ.e. Slippstöðinni hf, sem hafði verið starfrækt frá 1952. Árið 2007 keypti Slippurinn svo fyrirtækið DNG og var reksturinn sameinaður undir nafni Slippsins.

Sagan okkar

Síðan 1952

Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.

Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.

Afhending á réttum tíma

  • Það skiptir miklu máli að geta afhent vöru eða þjónustu á réttum tíma. Slippurinn gerir nákvæma tímaáætlun fyrir hvert verk og sér til þess að varan eða þjónustan verði afhent á réttum tíma.

Nútímatækni

  • Slippurinn bíður uppá nútímatækni þegar kemur að skipaþjónustu og framleiðslu á vinnslubúnaði. Flotkvíin okkar er ein sú stærsta á landinu en einnig erum við með tvær dráttabrautir sem geta tekið á móti skipum. Vottaður hátæknibúnaður er notaður til að sinna almennum viðhaldsverkum skipa og í framleiðslu á vinnslubúnaði.

Hönnun

  • Hönnuðir Slippsins hafa víðtæka reynslu og þekkingu á því að vinna fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi og erlendis. Hönnunarteymi okkar leitast við að horfa til nýjustu tækni ásamt því að nýta áralanga reynslu starfsfólks. Náið samstarf milli sviða innan Slippsins gegnir lykilhlutverk í því að hanna heildarlausnir sem svara þörfum og væntingum viðskiptavina okkar. Slippurinn notast við við Autocat Inventor 3-D forrit við hönnun á vinnslubúnaði.

Þjónusta

  • Slippurinn leggur mikið uppúr góðri þjónustu og hefur alltaf gert, það er helsta ástæðan fyrir því að viðskiptavinir okkar koma alltaf aftur til okkar. Innan raða Slippsins eru sérfræðingar í skipaþjónustu og framleiðslu á vinnslubúnaði ásamt vélvirkjum, rennismiðum, stálsmiðum, trésmiðum og verkamönnum. Saman myndar þessi kjarna eina heild sem veita afbragðs þjónustu við viðskiptavini.

Mannauður Slippsins
& reynsla í gegnum árin

Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins.

Mannauður

  • Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.

Allt á einum stað

  • Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Sími

(+354) 460 2900

Netfang

info@slipp.is

Opnunartímar

Mán - Föst 8-16

Skrifstofur

Naustagata 2, 2 Hæð

Slippurinn

5 + 4 =