
Seint í desember kom frystitogarinn Blængur NK125 sem er í eigu Síldarvinnslunnar til viðhalds Í
Slippnum. Meðal verkefna í þessu stoppi var almálning á skipinu, þ.e.a.s. málning á yfirbyggingu,
þilförum, síðum og botni. Veltitankur var smíðaður á skipið og var hann settur upp ásamt tengingum
og tilheyrandi stjórnbúnaði. Afgasketill var hreinsaður, ýmis innréttingarvinna í matsal og
vistarverum skipverja var framkvæmd auk þess sem búnaður á vinnsluþilfari var yfirfarinn og önnurhefðbundin viðhaldsverkefni kláruð.
Að sögn Ólafs Ormssonar sviðsstjóra skipaþjónustu Slippsins gekk verkefnið vel í alla staði og eiga
starfsmenn Slippsins hrós skilið fyrir gott starf. Það er augljóst að vilji útgerðarinnar er að halda
skipinu vel við, sést það best á útliti og ástandi búnaðar skipsins.
Grænlenska línuskipið Masilik sem er í eigu Royal Greeland er farið á veiðar eftir að hafa verið í slipp
allan janúar mánuð. Í skipinu var unnið við endurbætur á klæðningum á vinnsludekki og það
heilmálað. Skipið var jafnframt öxuldregið, unnið að ýmsum viðhaldsverkum í vélarrúmi auk þess
sem akkerishús var lagfært eftir að skipið fékk á sig brot fyrir skemmstu.
„Björg EA 7 er komin til okkar og verður hjá okkur fram í miðjan mars mánuð í reglubundnu viðhaldi
auk þess sem nýr lestarbúnaður frá Slippnum verður settur í skipið. Grænlenski togarinn
Angunnguaq II kemur í næstu viku en Slippurinn sér um að setja nýja aðalvél í skipið, endurnýja gír
og margskonar vélbúnað í vélarrúmi skipsins. Verkefnastaðan er góð hjá okkur eins og er en þó er
svigrúm til að bæta við verkefnum” segir Ólafur Ormsson í spjalli við heimasíðuna.