Jafnréttisstefna
Markmið og metnaður Slippsins felst í, að allir starfsmenn skuli njóti jafnréttis í starfi sínu fyrir fyrirtækið, óháð kyni, uppruna, trú og aldri og að hver starfsmaður verði metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum. Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi.
Markmið
Markmið jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og að tækifæri einstaklingsins verði jöfn óháð kynferði, uppruna, trú eða aldri. Einnig að koma í veg fyrir kynbundinn launamaun og að þannig stuðla að því að Slippurinn sé eftirsóttur vinnustaður í huga beggja kynja.
Yfirstjórn Slippsins ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði hennar.
Kjaramál
Slippurinn skuldbindur sig til þess að innleiða viðmið við ákvörðun launa sem tryggja að hver og einn fái greitt fyrir starf út frá verðmæti þess, óháð kyni.
Ráðningar, laun og önnur umbun byggir ekki á grundvelli kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Þegar nýr starfsmaður er ráðinn, skal við ákvörðun launa hans taka mið af kröfum sem starfið gerir með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni og þannig tryggja að verklagsreglum um ákvörðun launa sé fylgt.
Til að mæla hlítingu er gerð launaúttekt á eins árs fresti, þá eru borin saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Einnig eru framkvæmdar innri úttektir. Árlega er farið yfir gildandi lög og reglugerðir um jafnlaunamál og staðfest á fundi hlítni við lög.
Slippurinn skuldbindur sig til að bregðast við frábrigðum og vinna þannig að viðhaldi jafnlaunakerfis með stöðugum umbótum og eftirliti.
Með því að framfylgja jafnlaunastefnu tryggir Slippurinn að lögum og kröfum sé framfylgt.
Auglýsingar
Í atvinnuauglýsingum skulu störf ávallt ókyngreind. Í öllu kynningarefni Slippsins skal þess gætt að fólk sé ekki móðgað eða blygðunarkennd þess særð.
Samræming vinnu og einkalífs
Til að koma á móts við fjölskyldur skal boðið upp á hverja þá vinnuhagræðingu sem við verður komið
Starfsandi og líðan starfsmanna
Slippurinn hvetur til þess að gerð sé ráð fyrir þátttöku maka og/eða barna í félagslífi starfsmanna, þegar það á við. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og heiðarleika.
Starfsþjálfun og endurmenntun
Konur og karlar skulu njóta sömu tækifæra til sí- og endurmenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni einstaklingsins.
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti
Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá Slippnum. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Framkvæmdastjóri, öryggisstjóri og mannauðsstjóri bera í sameiningu ábyrgð á að leysa úr slíkum málum, komi þau upp.
Jafnréttisstefnan er líkt og aðrar stefnur Slippsins rýnd og yfirfarin árlega.