Ný heimasíða Slippsins hefur verið tekin í notkun, heimasíðan var unnin í samstarfi með Kristjáni hjá KraT og þökkum við honum fyrir frábæra þjónustu. Helstu breytingarnar á nýju síðunni er fréttaveita sem mun segja frá fréttum úr Slippnum, betri lýsing á þeim vinnslubúnaði sem við hönnum og framleiðum og einnig yfirlit yfir þau verkefni sem Slippurinn hefur verið að vinna að sem viðkemur skipaþjónustu.