Naustatangi 2 (+354) 460 2900 info@slipp.is

Fréttir 

Stöðugt rennerí hjá DNG

Stöðugt rennerí hjá DNG

Kristján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri DNG dótturfélags Slippsins á Akureyri, segir alltaf mikið um að vera á þessum árstíma enda margir að undirbúa sumarvertíðina og ekki síst hefja strandveiðar. Fyrirtækið framleiðir færavindur og margskonar rafeinda- og tæknibúnað. „Þetta er líka ákveðinn hápunktur í viðgerðum, menn að gera sig tilbúna fyrir sumarvertíð. Þegar kemur að vindunum er þetta býsna svipað og síðastliðin ár, kannski eilítið líðlegra á þessum tíma. Þegar strandveiðarnar eru að byrja og svo makríllinn í kjölfarið, það koma miklir toppar í þetta.“

Stór verkefni í skipaþjónustu Slippsins á Akureyri

Stór verkefni í skipaþjónustu Slippsins á Akureyri

Þrátt fyrir þá dæmalausu tíma sem við nú göngum í gegnum, hefur verkefnastaða Slippsins á
Akureyri verið viðunandi. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið hörðum höndum í þeim verkefnum
sem við höfum tekið að okkur.

Starfsmennirnir skipta mestu máli

Starfsmennirnir skipta mestu máli

Fyrirrennarar Slippsins á Akureyri fóru í gegnum mikinn ólgusjó áður en starfsemin var endurreist árið 2005 á grunni Slippstöðvarinnar og geta Akureyringar nú státað af stærsta og best búna slipp á landinu.

Sjálfvirkt þvottakerfi hjá Arnarlax

Sjálfvirkt þvottakerfi hjá Arnarlax

Slippurinn á Akureyri hefur sett upp sjálfvirkt þvottakerfi hjá Arnarlaxi á Bíldudal sem dregur verulega úr kostnaði vegna þrifa. Fyrir dyrum stendur að setja upp samskonar kerfi í nýrri landvinnslu Samherja á Dalvík. Magnús Blöndal,...

Kaldbakur EA 1 fer vel af stað með nýtt vinnsludekk

Kaldbakur EA 1 fer vel af stað með nýtt vinnsludekk

Kaldbakur EA fór í sína fyrstu veiðiferð snemma í september mánuði að aflokinni uppsetningu á nýjum og fullkomnum vinnslubúnaði frá Slippnum Akureyri. Búnaðurinn í vinnslunni hefur reynst vel að sögn Angantýs Arnars, annars tveggja skipstjóra á Kaldbaki EA.

Traffík á athafnasvæði Slippsins á Akureyri

Traffík á athafnasvæði Slippsins á Akureyri

Makríl- og rækjuskipið Svend C, sem er í eigu grænlensku útgerðarinnar Sikuaq Trawl Nuuk, hefur verið í flotkví Slippsins á Akureyri frá því um miðjan júnímánuð en skipið hélt aftur til veiða í byrjun þessarar viku.


Gæðavottun
ISO 9001:2015