Nýsmíði á Stýri í Konsúl

Konsúll, hvalaskoðunarbátur, kom til Slippsins í stutta þjónustu um miðjan mars síðastliðinn. Hann átti að fara í smávægilegar viðgerðir og fara yfir botnloka. Það hafði verið smá slag í stýrisbúnaði sem var ákveðið af eigendum að skoða betur. Við skoðun kom í ljós að boltagöt á kvaðröntum voru orðin sporöskjulaga því var ákveðið að lagfæra það.
Þar sem stýrin höfðu verið skoðuð, var ákveðið að athuga með rýmd í stýrum, en hún reyndist vera of mikil og því óx umsvif verkefnisins hratt. Stýrin voru fjarlægð og flutt inná vélsmiðju. Það var greinilegt að stýrisblöðin voru tærð, þar sem sjór lak úr blöðum þegar þau voru lögð á hliðina. Þar sem efnið var orðið tært, komu ný göt þegar reynt var að sjóða þau. Eftir samtal við eigendur var lendingin sú að hönnuð voru og smíðuð tvö ný stýri með öllu tilheyrandi.
Slippurinn sá um þau endursmíði. Nýjar stýrisblöðkur, stammar, fóðringar, kvaðrantar og stillanleg millibilsstöng voru smíðuð, en gamla stöngin var ekki stillanleg.
Mikilvægt var að viðgerðin tæki sem stystan tíma, þar sem margar bókanir voru í hvalaskoðun. Það liðu 8 dagar frá því að ákvörðun var tekin að smíða ný stýri, þar til skipið var aftur komið á flot og tilbúið að sinna sínum verkefnum. Það verður teljast vel að verki fyrir þessa endursmíði og samsetningu.
„Eftir viðgerðina er ekkert gjögt í stýrisbúnaðinum og skipið búið að bæta við sig tveimur sjómílum. Við erum mjög sáttir með niðurstöðuna og stöndum eftir með mun betra sjóskip í höndunum”, sagði Guðmundur vélstjóri í Konsúl.