Ágætu viðskiptavinir, 

Nú hefur aðgengi að athafnarsvæði okkur verið takmarkað vegna almenns öryggis á svæðinu sem og sóttvarna. Er þetta gert fyrir okkur starfsmenn sem og ykkur viðskiptavini Slippsins Akureyri. Vegna þessa viljum við biðja alla tilfallandi gesti að skrá sig inn í spjaldtölvu í anddyri aðalinngangs. 

Við skráningu ber gesti að skrá hvern hann ætlar að hitta. Þegar viðkomandi gestur hefur skráð sig inn fær sá starfsmaður sem skráður er fyrir heimsókninni skilaboð um að gesturinn sé mættur. Eigi starfsmaður von á gestinum kemur hann og tekur á móti honum í anddyri. Hafi gesturinn ekki mælt sér mót við starfsmanninn fyrirfram, mun starfsmaður láta vita ef hann getur ekki tekið á móti honum. ​

Starfsemin helst að öðru leyti að mestu óbreytt og hægt er að ná í starfsmenn okkar símleiðis eða með tölvupósti. Sjá nánar á www.slipp.is

 

Þökkum fyrir sýndan skilning.