Þvottakerfi

Sjálfvirkt þvottakerfi

Bylting í þrifalausnum

Sjálfvirkt þvottakerfi samanstendur af vatnsdælu, efnadælu, sjálfvirkri þvottastöð og er stýrt með tölvustýringu.

Kerfið er hannað til að þrífa allar gerðir af færiböndum, kerum og ýmsum vélbúnaði í matvælavinnslum. Sjálfvirkt þvottakerfi gefur jöfn og góð þrif, minnkar þrifatíma og þau er hægt að tengja við rekjanleikakerfi sem gefur fullt eftirlit með þrifum og efnanotkun.

Miðlægt þvottakerfi

Nákvæm skömmtun á hreinsiefnum

Í miðlægu þvottakerfi þá er vatnsdæla og efnadæla staðsett utan vinnslunnar.

Lagnir liggja frá dælunum í handvirkar eða sjálfvirkar stöðvar í vinnslunni. Miðlægt þvottakerfi býður upp á nákvæma skömmtun á hreinsiefnum og hægt að tengja við rekjanleikakerfi.

Dreift þvottakerfi

Sveigjanleg lausn

Dreift þvottakerfi er algeng lausn hér á landi og býður upp á mikinn sveigjanleika.

Vatnsdæla er staðsett utan vinnslu á meðan efnadæla sem dælir upp hreinsiefnum er inn í handvirku stöðvunum. Slönguhjól, slanga og brúsahaldari fylgir hverri handvirkri stöð.