Vinnslubúnaður

Heildarlausnir

 

Slippurinn Akureyri hefur hannað, smíðað og sett upp vinnsludekk í frystiskip, stór ferskfiskskip og minni togbáta bæði hér á Íslandi og erlendis.

Lausnir Slippsins innihalda allt sem þarf til verksins þar sem hugað er að skilvirkum lausnum, góðri aflameðferð, háu rekstraröryggi og afköstum.

Búnaður

Slippurinn framleiðir ýmsan búnað og lausnir fyrir matvælavinnslur. Allur okkar búnaður er hannaður hjá Slippnum og byggist á íslensku hugviti og þekkingu.

Við leggjum mikla áherslu á að okkar búnaður stuðli að góðri hráefnismeðferð, sé þrifavænn og auðvelt að viðhalda.

Þvottakerfi

Slippurinn Akureyri býður upp á þvottakerfi frá framleiðandanum Lagafors í Svíðþjóð. Lagafors hefur framleitt þvottakerfi frá árinu 1962 og er leiðandi í sjálfvirkum þvottakerfum.

Slippurinn býður upp á heildarþjónustu fyrir Lagafors þvottakerfi.